Tvenna á Skjaldborg

Það er okkur heiður að hafa komið að eftirvinnslunni á tveim heimildamyndum sem sýndar verða á heimildamyndahátíðinni Skjaldborg á Patreksfirði núna um Hvítasunnuhelgina en það eru myndirnar Innan seilingar og Bráðum verður bylting!

 

Við sáum um litvinnslu (grade) á myndinni Innan seilingar sem er framleitt af  Ljósopi ehf. sem Guðbergur Davíðsson stýrir í samvinnu við Markell Productions  sem er stýrt af Erni  Marinós Arnarsyni og Þorkeli Harðarsyni.

Innan seilingar segir frá  Guðmundi Felix Grétarssyni sem árið 1998 missti  báða handleggi við öxl í hræðilegu vinnuslysi. Síðan þá hefur hann leynt og ljóst stefnt að því að fara í aðgerð til að fá nýja handleggi. Guðmundur verður sennilega fyrsti maðurinn sem fær ágræddar handleggi við öxl. Hann fluttist til Frakklands til að fara í aðgerð fyrir fimm árum – en ekki hefur allt gengið að óskum hingað til. Guðmundur bíður enn eftir aðgerðinni og horfir fram á veginn.on báða handleggi við öxl í hræðilegu vinnuslysi. Síðan þá hefur hann leynt og ljóst stefnt að því að fara í aðgerð til að fá nýja handleggi. Guðmundur verður sennilega fyrsti maðurinn sem fær ágræddar handleggi við öxl. Hann fluttist til Frakklands til að fara í aðgerð fyrir fimm árum – en ekki hefur allt gengið að óskum hingað til. Guðmundur bíður enn eftir aðgerðinni og horfir fram á veginn.

Hérna er hægt að sjá kynningarstiklu myndarinnar.

 

Á myndinni Bráðum verður bylting! sem Seylan ehf. framleiðir sáum við um litvinnslu (grade) og samsetningu (on-line) en það eru þeir Hjálmtýr Heiðdal og Sigurður Skúlason sem stóðu þar í brúnni.

Bráðum verður bylting! segir sögu ’68 kynslóðarinnar sem lét til sín taka í löndum Vesturlanda sjöunda áratugar s.l. aldar.
Einstaklingar sem voru þátttakendur í því umróti sem einkenndi þennan tíma útskýra hvaða hvatar lágu að baki þegar þúsundir æskufólks hófu að berjast fyrir eigin gildum í trássi við ríkjandi viðhorf fyrri kynslóða. Sendiráðstakan í Stokkhólmi þ. 20. apríl 1970 var einn af hápunktum í þessari sögu.

Hérna er hægt að sjá kynningarstiklu myndarinnar.