„Varnarliðið“ Kaldastríðsútvörður

Ný heimildamynd frumsýnd

Það er gaman að segja frá því að heimildamyndin „Varnarliðið“ Kaldastríðsútvörður verður sýnd í Bíó Paradís frá 16. nóvember 2017. Heimildamyndin segir frá sögu Bandaríska hersins á Íslandi frá 1951 til 2001 þegar hann fór frá landinu. Vera hans hafði gríðarleg áhrif á íslenska pólitík, menningu og efnahag.

Phantom F-4 fylgir eftir Tupolev Tu-95 „Björnin“

Það eru KAM film og Ljósop ehf.  sem framleiða myndina saman og hefur hún verið í vinnslu í nokkur ár. Leikstjórar eru Guðbergur Davíðsson og Konráð Gylfason sem skrifuðu handritið ásamt Friðþóri Eydal en verkið er byggt á rannsóknarvinnu Friðþórs.

 

 

Fylgst var með allri flugumferð við landið.

Í 55 ár var Bandarískur her staðsettur á Íslandi á vegum NATO með bækistöð við flugvöllinn í Keflavík og er þessari merkilegu sögu gerð skil  í myndinni. Rætt er við hermenn sem voru staðsettir hér ásamt íslendingum sem unnu á „Vellinum“ eins og hann var kallaður. Þá er leitað til sérfræðinga sem útlista og taka pólinn á ýmsum málum sem tengjast sögu hersins á Íslandi.

Upplýsingar um sýningartíma er hægt að finna á heimasíðu Bíó Paradís.

Trailer fyrir myndina er hægt að skoða hérna.

The Documentary Sagnadans (Narrative dance) is available on Vimeo on Demand

Sagnadans/Narrative dance – a documentary film by Konrad Gylfason.

At one point in Iceland´s history, music and dancing was prohibited which resulted in the music being lost but the lyrics remained where as in the rest of Scandinavia the music lived on and the lyrics were lost.

Singer/songwriter Anna Pálína Árnadóttir, songwriter/poet Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson and the Swedish folk music trio Draupner join forces in bringing those ancient Icelandic lyrics to life in Sagnadans (narrative dance).

Sagnadans was performed in 2002 and was Anna Pálína Árnadóttir’s last project but she passed away only two months after filming was completed.

Icelandi & Swedish dialogue with English subtitles for spoken words and lyrics.

Heimildamyndin Sagnadans aðgengileg á netinu

Sagnadans – Heimildamynd eftir Konráð Gylfason.

Það er stórt skallatímabil í íslenskri tónlistarsögu þar sem tónlist og dans var hreinlega bannað hér á landi, en textarnir varðveittust. Aftur á móti hefur lítið varðveist af textum í Skandinavíu en tónlistarhefðin er rík þar.

Söngvarinn Anna Pálína Árnadóttir, lagasmiðurinn og skáldið Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson sameinuðu krafta sína með sænska þjóðlagatríóinu Draupner í verkefni þar sem leitast varð við að sameina þessa tvo hluti og úr varð dagskráin sem flutt var á tónleikunum á Menningarnótt árið 2002.

Sagnadans var síðasta verkefni vísnasöngkonunnar Önnu Pálínu Árnadóttur en hún lést 30. október 2004 aðeins tveimur mánuðum eftir að tökunum lauk.