Heimildamyndin Sagnadans aðgengileg á netinu

Sagnadans – Heimildamynd eftir Konráð Gylfason.

Það er stórt skallatímabil í íslenskri tónlistarsögu þar sem tónlist og dans var hreinlega bannað hér á landi, en textarnir varðveittust. Aftur á móti hefur lítið varðveist af textum í Skandinavíu en tónlistarhefðin er rík þar.

Söngvarinn Anna Pálína Árnadóttir, lagasmiðurinn og skáldið Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson sameinuðu krafta sína með sænska þjóðlagatríóinu Draupner í verkefni þar sem leitast varð við að sameina þessa tvo hluti og úr varð dagskráin sem flutt var á tónleikunum á Menningarnótt árið 2002.

Sagnadans var síðasta verkefni vísnasöngkonunnar Önnu Pálínu Árnadóttur en hún lést 30. október 2004 aðeins tveimur mánuðum eftir að tökunum lauk.