Iceland Defence Force – Cold War Frontier selected for Nordic Film Days in Lübeck

The Icelandic documentary Iceland Defence Force – Cold War Frontier was selected for the documentary programme of the 60th Nordic Film Days Lübeck 2018.

The film is the joint effort of production companies KAM film and Ljósop ehf and was produced and directed by filmmakers Guðbergur Davíðsson and Konráð Gylfason who also wrote the script with military historian Fridthor Eydal.

Konrad (left) and Gudbergur filming an interview

Covering the 55 years of US military presence in Iceland, as a part of a deal with NATO, the film was over two years in the making and relied heavily on the research of Mr. Fridthor Eydal. The military base situated at the international airport in Keflavik was to have a profound effect on Iceland’s culture and economy.

Smakk – Japan

Producer Hrafnhildur Gunnarsdóttir of Krumma films and Master Chef Hrefna Sætran along with D.P. Hreiðar Þór Björnsson traveled to Japan to get a taste of the country’s exotic cuisine.

The series was edited by Eva Lind Höskuldsdóttir and Anna Þóra Steinþórsdóttir and was brought to KAM film for color grading, on-line and deliverables. The episodes were completed with 4K masters and HD versions for the Icelandic broadcast. The resulting six half hour shows aired on Sjónvarp Símans TV with all episodes available right away to Premium subscribers. See the trailer here.

Booty / Stolin list

A documentary on cultural ownership.

The Markell Brothers are doing it again. If you saw the documentaries Feathered Cocaine and/or Trend Beacons you’re in for a treat in their latest endeavour Booty / Stolin list. The brothers have researched how the museums of the former colonial superpowers have hoarded cultural treasures and cornerstones of the former colonies to be displayed as the crown jewels of their museums. When the former colonies want their cultural heritage back, they get the answer that this is not their property. How did it come to this? Is there a solution to this dilemma?


KAM film had the pleasure of color grading the 3 hour documentary mini-series and the 90 min. theatrical version. For a sneak peak you can see their trailer here.

You Say You Want a Revolution / Bráðum verður bylting

From left: Historian Þorsteinn Helgason, musician and sound mixer Hallur Ingólfsson in a lively discussion with filmmaker Hjálmtýr Heiðdal

Seylan Film Production recently premiered a feature documentary which chronicles members of Iceland´s ’68 generation who were participants in the turmoil that characterised this period culminating in Icelandic students taking over the Icelandic Embassy in Sweden in 1970.

The film is helmed by filmmaker Hjálmtýr Heiðdal and actor Sigurður Skúlason and KAM film was brought on to provide color grading, on-line and deliverables.

Góa´s Candy Factory For 50 Years

It was a treat for KAM film to be asked to color grade nine infomercials celebrating the 50 years the Icelandic candy manufacturer Góa has been up and running.


Commissioned by Pipar\TBWA they are being aired on TV and appearing on Facebook. Góa is still run by founder/owner Helgi Vilhjálmsson and their treats are a common fare at KAM film’s offices since Konrad Gylfason got hooked on them when working at the chocolate factory as a teenager.

Fjársjóður framtíðar Gets an Award

From left: Hallgrímur Jónasson, General Director of Rannís, Steinunn Gestsdóttir, Pro-Rector of Academic Affairs and Development, Stefán Drengsson cameraman, Lilja Alfreðsdóttir Minister of Education, Science and Culture, Konráð Gylfason KAM film, Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, Pro-Rector of Science, Björn Gíslason, Project Manager, og Jón Örn Guðbjartsson, Director of The Divison of Marketing and Public Relations. Photo/Kristinn Ingvarsson

 

Konrad, Jón Örn and Björn ready for the glacier

The 3rd season of the TV series Fjársjóður framtíðar (The Future’s Treasures) which was aired on the State Broadcasting Services RÚV in 2018 received the prestigious Scientific Outreach Award from Rannís – The Icelandic Center for Research. The award, presented by Lilja Alfreðsdóttir, Minister of Education, Science and Culture, at the Researcher’s Night in Iceland on September 28th acknowledges exceptional success in presenting scientific information to the general public.

 

 

An Eagles Nest

The five half hour episodes were produced in 4K by KAM film and the University of Iceland. Written and directed by Björn Gíslason, Jón Örn Guðbjartsson and Konrad Gylfason the series was over 2 years in the making and involved the research of over 80 scientists ranging from localised cancer to glaciers and global environmental issues.

Konrad Gylfason of KAM film has worked on all three series but this is the first season produced by KAM film. As with all the other seasons the focus was on the scientists and their amazing research and their willingness to share with us their findings makes them the real winners of this award.

Photos/Kristinn Ingvarsson

Tvenna á Skjaldborg

Það er okkur heiður að hafa komið að eftirvinnslunni á tveim heimildamyndum sem sýndar verða á heimildamyndahátíðinni Skjaldborg á Patreksfirði núna um Hvítasunnuhelgina en það eru myndirnar Innan seilingar og Bráðum verður bylting!

 

Við sáum um litvinnslu (grade) á myndinni Innan seilingar sem er framleitt af  Ljósopi ehf. sem Guðbergur Davíðsson stýrir í samvinnu við Markell Productions  sem er stýrt af Erni  Marinós Arnarsyni og Þorkeli Harðarsyni.

Innan seilingar segir frá  Guðmundi Felix Grétarssyni sem árið 1998 missti  báða handleggi við öxl í hræðilegu vinnuslysi. Síðan þá hefur hann leynt og ljóst stefnt að því að fara í aðgerð til að fá nýja handleggi. Guðmundur verður sennilega fyrsti maðurinn sem fær ágræddar handleggi við öxl. Hann fluttist til Frakklands til að fara í aðgerð fyrir fimm árum – en ekki hefur allt gengið að óskum hingað til. Guðmundur bíður enn eftir aðgerðinni og horfir fram á veginn.on báða handleggi við öxl í hræðilegu vinnuslysi. Síðan þá hefur hann leynt og ljóst stefnt að því að fara í aðgerð til að fá nýja handleggi. Guðmundur verður sennilega fyrsti maðurinn sem fær ágræddar handleggi við öxl. Hann fluttist til Frakklands til að fara í aðgerð fyrir fimm árum – en ekki hefur allt gengið að óskum hingað til. Guðmundur bíður enn eftir aðgerðinni og horfir fram á veginn.

Hérna er hægt að sjá kynningarstiklu myndarinnar.

 

Á myndinni Bráðum verður bylting! sem Seylan ehf. framleiðir sáum við um litvinnslu (grade) og samsetningu (on-line) en það eru þeir Hjálmtýr Heiðdal og Sigurður Skúlason sem stóðu þar í brúnni.

Bráðum verður bylting! segir sögu ’68 kynslóðarinnar sem lét til sín taka í löndum Vesturlanda sjöunda áratugar s.l. aldar.
Einstaklingar sem voru þátttakendur í því umróti sem einkenndi þennan tíma útskýra hvaða hvatar lágu að baki þegar þúsundir æskufólks hófu að berjast fyrir eigin gildum í trássi við ríkjandi viðhorf fyrri kynslóða. Sendiráðstakan í Stokkhólmi þ. 20. apríl 1970 var einn af hápunktum í þessari sögu.

Hérna er hægt að sjá kynningarstiklu myndarinnar.

 

 

Fjársjóður framtíðar – þriðja þáttaröðin á RÚV í kvöld

Við erum virkilega stolt hjá KAM film að hafa tekið þátt í þessu verkefni sem við framleiddum með Háskóla Íslands fyrir RÚV. Um er að ræða 5 þætti þar sem við kynnumst því sem fjöldi vísindamanna við Háskóla Íslands eru að rannsaka. Það kemur virkilega á óvart fyrir okkur sem stöndum fyrir utan háskólasamfélagið þegar við uppgötvum hversu fjölbreytt, áhugavert og faglegt starf íslenskra fræðimanna er. Við þvældumst um allt land og ræddum við um 80 vísindamenn með það fyrir augum að heyra frá þeim á mannamáli um hvað rannsóknirnar snerust. Þar komum við ekki að tómum kofanum.

Fjársjóður framtíðar er hugarfóstur Jóns Arnars Guðbjartssonar en hann og kollegi hans, Björn Gíslason, hafa haldið vel á spöðunum og nú birtist 3. þáttaröðin á RÚV í kvöld. Konráð Gylfason hefur unnið þetta með þeim frá fyrstu þáttunum en þessi þriðja þáttaröð er í fyrsta skipti sem KAM film kemur að framleiðslunni. Hinar tvær þáttaraðirnar voru framleiddar af miklum myndarskap af Kukl ehf. og setti myndataka Bjarna Felix Bjarnasonar, kvikmyndatökumanns, staðalinn sem halda varð uppi í framhaldinu.

Konráð Gylfason var í lykilhlutverki við gerð þáttanna en þeir væru bara svipur hjá sjón ef ekki hefði notið ótrúlegra neðansjávarmynda frá Erlendi Bogasyni, ótrúlegra „drone“ mynda frá OZZO photo, einstakra hikmynda (timelaps) frá Þorvarði Árnasyni að ógleymdum Stefáni Drengssyni sem kryddaði þættina með sínu góða auga fyrir lífinu í Háskólanum. Þá má ekki gleyma frábæru myndefni sem til var í sarpinum frá Kukl ehf og Bjarna Fel en vísindamennirnir sjálfir eiga líka stóran hlut í þáttunum með myndefni sem þeir hafa tekið upp meðan á rannsóknum stóð.

Vönduð hljóðvinnsla meistarans hjá hljóð.is, Birgis Tryggvasonar setur síðan punktinn yfir i-ið og það er einlæg von okkar að þættirnir nái að furða, fræða og skemmta landanum í sjónvarpi okkar allra.

Fyrir tækniáhugafólk þá er rétt að geta þess að þættirnir voru teknir upp í UHD (4K-TV) með myndavél frá Black Magic Design og allar hikmyndir og flest öll „drone“ skotin voru líka tekin upp í UHD (4K-TV). Þættirnir voru klipptir í Premiere Pro CC og fóru hringinn (round-trip) í Davinci Resolve í litvinnslu (grade) áður en samsetning á master fór fram í Premiere Pro. Hljóðblöndun átti sér stað í Pro-Tools hjá hljóð.is.

Hérna gefur að sjá lengri útgáfu af stiklu fyrir þættina.

Hér er að finna stiklu fyrir fyrsta þáttinn sem sýndur er í kvöld.

Varnarliðið sýnt í sjónvarpi allra landsmanna

„Varnarliðið“ Kaldastríðsútvörður er komið í sýningar hjá RÚV-sjónvarp og var fyrsti hlutinn af fjórum sýndur síðastliðinn sunnudag.

Annar hluti, sem tekur fyrir árin 1960 til 1980, verður sýndur núna á sunnudaginn 14. janúar kl. 21:35 strax á eftir örugglega æsispennandi leik Íslands og Króatíu í handbolta.

Ef þú misstir af fyrsta hlutanum, þar sem fjallað er um aðdragandann og komu „Varnarliðsins“ og söguna allt fram til ársins 1960, þá er ennþá möguleiki á því að sjá hann til 6. febrúar á Sarpinum en þú kemst þangað með því að smella HÉR.

„Varnarliðið“ Kaldastríðsútvörður

Ný heimildamynd frumsýnd

Það er gaman að segja frá því að heimildamyndin „Varnarliðið“ Kaldastríðsútvörður verður sýnd í Bíó Paradís frá 16. nóvember 2017. Heimildamyndin segir frá sögu Bandaríska hersins á Íslandi frá 1951 til 2001 þegar hann fór frá landinu. Vera hans hafði gríðarleg áhrif á íslenska pólitík, menningu og efnahag.

Phantom F-4 fylgir eftir Tupolev Tu-95 „Björnin“

Það eru KAM film og Ljósop ehf.  sem framleiða myndina saman og hefur hún verið í vinnslu í nokkur ár. Leikstjórar eru Guðbergur Davíðsson og Konráð Gylfason sem skrifuðu handritið ásamt Friðþóri Eydal en verkið er byggt á rannsóknarvinnu Friðþórs.

 

 

Fylgst var með allri flugumferð við landið.

Í 55 ár var Bandarískur her staðsettur á Íslandi á vegum NATO með bækistöð við flugvöllinn í Keflavík og er þessari merkilegu sögu gerð skil  í myndinni. Rætt er við hermenn sem voru staðsettir hér ásamt íslendingum sem unnu á „Vellinum“ eins og hann var kallaður. Þá er leitað til sérfræðinga sem útlista og taka pólinn á ýmsum málum sem tengjast sögu hersins á Íslandi.

Upplýsingar um sýningartíma er hægt að finna á heimasíðu Bíó Paradís.

Trailer fyrir myndina er hægt að skoða hérna.