Ný heimildamynd frumsýnd
Það er gaman að segja frá því að heimildamyndin „Varnarliðið“ Kaldastríðsútvörður verður sýnd í Bíó Paradís frá 16. nóvember 2017. Heimildamyndin segir frá sögu Bandaríska hersins á Íslandi frá 1951 til 2001 þegar hann fór frá landinu. Vera hans hafði gríðarleg áhrif á íslenska pólitík, menningu og efnahag.
Það eru KAM film og Ljósop ehf. sem framleiða myndina saman og hefur hún verið í vinnslu í nokkur ár. Leikstjórar eru Guðbergur Davíðsson og Konráð Gylfason sem skrifuðu handritið ásamt Friðþóri Eydal en verkið er byggt á rannsóknarvinnu Friðþórs.
Í 55 ár var Bandarískur her staðsettur á Íslandi á vegum NATO með bækistöð við flugvöllinn í Keflavík og er þessari merkilegu sögu gerð skil í myndinni. Rætt er við hermenn sem voru staðsettir hér ásamt íslendingum sem unnu á „Vellinum“ eins og hann var kallaður. Þá er leitað til sérfræðinga sem útlista og taka pólinn á ýmsum málum sem tengjast sögu hersins á Íslandi.
Upplýsingar um sýningartíma er hægt að finna á heimasíðu Bíó Paradís.
Trailer fyrir myndina er hægt að skoða hérna.