KAM film var stofnað árið 1987 af kvikmyndagerðarmanninum Konráði Gylfasyni og eiginkonu hand Önnu Maríu Harðardóttur. Árið 2001 var KAM film fært í hlutafélagsfom (KAM ehf.) og hefur síðan þá að mestu séð um að veita þjónustu við stafræna eftirvinnslu og frágan á kvikmyndum, heimildamyndum, sjónvapsþáttum og auglýsingum. Að auki hefur fyrirtækið staðið að framleiðslu á heimildamyndum og sjónvarpsþáttum.
Konráð Gylfason útskrifaðist árið 1987 með BFA gráðu í kvikmynda- og myndbandagerð frá Tisch School of the Arts deild New York háskóla (Honors Scholar) og einnig með MA gráðu í fjölmiðlafræði (með áherslu á stjórnun upplýsingastreymis innan stórfyrirtækja og milli landa) frá The New School for Social Research í New York borg árið 1991. Í gegnum árin hefur Konráð safnað að sér reynslu sem leikstjóri, framleiðandi, kvikmyndatökumaður og klippari en auk þess lagt áherslu á litvinnslu, samsetningu og lokafrágang verkefna.
Ef þú vilt hafa samband þá getur þú fyllt út formið hér fyrir neðan.
Vinsamlegast athugið að fylla þarf í alla reitina.